Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Brynhildur Yrsa hefur ásamt fleirum efnt til mótmæla á laugardag gegn skipulögðum fundi manns sem hvetur til nauðgana. vísir/ernir Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira