Óli Stef: Dagur eyðir ekki orku í eitthvað bull Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 13:00 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson eru æskuvinir og fyrrverandi samherjar hjá Val og með landsliðinu. vísir/ernir/epa „Hvað á maður að segja? Þetta er alveg stórkostlegt afrek hjá Degi,“ segir Ólafur Stefánsson, besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, um æskuvin sinn og fyrrverandi samherja hjá Val og landsliðinu, Dag Sigurðsson. Eins og allir vita varð Dagur annar Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í gær þegar hann stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs gegn Spáni í úrslitaleik EM í Póllandi.Sjá einnig:Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Þýskaland vann síðast stóran titil árið 2007 þegar það varð heimsmeistari á heimavelli. Síðan þá hefur þessi stærsta handboltaþjóð heims ekki verið í baráttu um verðlaun á stórmótum og þá komst það ekki á Ólympíuleikana í Lundúnum 2012.Gleðilegt ár, eitthvað að frétta ? Frohes neues, gibt was neues? — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) February 1, 2016 „Þjóðverjar eru búnir að vera í lægð síðan 2007. Það hefur ekkert gerst hjá þeim síðan þá en svo kemur Dagur inn og rífur þetta upp á einu ári,“ segir Ólafur við Vísi, en Dagur var fyrir mótið og á því í stórkostlegum meiðslavandræðum. „Það verður að líta yfir allt mótið hjá honum. Þetta er alveg þvílíkt afrek. Það vita allir að hann er þarna með B-liðið en dínamíkin í liðinu er svo mikið og möguleikarnir í framhaldinu miklir. Þetta er alveg ótrúlegt.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinu.vísir/gettyFerilskráin talar sínu máli Dagur hefur náð miklum árangri síðan hann fór ungur að árum út í þjálfun í Japan. Hann lyfti grettistaki í austurrískum handbolta, bæði með Bregenz og landsliðið þar í landi, áður en hann gerði svo Füchse Berlín að einu besta liði Þýskalands og kvaddi það með Evrópumeistaratitli síðasta vor.Sjá einnig:„Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ „Þessi árangur hans núna kemur í rauninni ekkert á óvart. Það þarf bara að horfa yfir hans feril og hvernig hann hefur bætt sig. Ferilskrá hans talar sínu máli því hann nær árangri hvar sem hann stígur niður fæti. Þetta er bara eðlilegt framhald af því,“ segir Ólafur. „Það að þýska liðið var svona gott í riðlakeppninni var alveg stórkostlegt. Þá var liðið búið að ná frábærum árangri en allt umfram það var bara svakalegur bónus.“Ólafur og Dagur fagna Íslandsmeistaratitlinum 1995 með Val.vísir/brynjar gautiLeiðtogi frá 5. flokki Ólafur og Dagur þekkjast mjög vel, en þeir ólust upp saman hjá Val og voru hluti af einu besta handboltaliði Íslandssögunnar. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 1991 og svo fjögur ár í röð frá 1993-1996. Eitthvað sem aðeins Víkingi og Val hefur tekist að gera. Ólafur hrósar leiðtogahæfileikum Dags og bendir á leikhléin sem hann tók og hvernig hann stýrði þeim. Þar fannst honum einbeitingin skína úr andliti æskuvinar síns og það smitaðist út í leikmannahópinn.Sjá einnig:„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 „Dagur hefur verið leiðtogi allt frá því hann mætti í fimmta flokkinn í Val. Hann var leikstjórnandi alla sína tíð og fór í þjálfun frekar snemma,“ segir Ólafur. „Dagur er búinn að þjálfa núna í einhver tíu ár og það hefur verið mikill stígandi á hans ferli. Heilindi eru hans stærsti kostur. Hann eyðir ekki mikilli orku í eitthvað bull og lætur ekki aðra soga úr sér orku.“ „Hann hefur líka þetta íslenska hugarfar að láta ekki menn sem hafa minna um málið að segja trufla sig því hann veit hvað hann vill og það einfaldar hlutina,“ segir Ólafur.Dagur lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni.vísir/epaAlgjörlega maður mótsins Mikla athygli hefur vakið hvað Dagur er jákvæður á hliðarlínunni og hvernig hann fagnar hverju einasta marki eins og það sé það síðasta sem liðið skorar. Hann er svo ófeiminn við að hrósa sínum mönnum í hástert eftir hvern einasta leik þegar þeir standa sig vel. „Þessi aðferð er algjörlega málið. Við hrósum alltof lítið og gagnrýnum alltof mikið. Þó gagnrýni felist í því að rýna til gagns þá þarf að ýta undir þegar vel er gert og leyfa mönnum að upplifa það. Þessi jákvæða sálfræði er bara að sanna sig,“ segir Ólafur sem tók púlsinn á Degi í morgun. „Ég er búinn að vera að senda honum skilaboð yfir allt mótið. Hann svaraði mér í morgun og var greinilega kominn á fætur. Ætli hann sé ekki bara byrjaður að undirbúa Ólympíuleikana. Dagur er allavega algjörlega maður mótsins og þetta er frábært afrek. Það er eins og einhver sagði á Twitter: Við Íslendingar unnum þetta mót svo eftir allt saman,“ segir Ólafur Stefánsson EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Viðbrögðin á Twitter: Sænsk handboltagoðsögn hrósar Degi Helstu íþróttastjörnur Þýskalands voru að sjálfsögðu að fylgjast með leik Þýskalands og Spánar í úrslitum EM. 31. janúar 2016 18:45 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Hvað á maður að segja? Þetta er alveg stórkostlegt afrek hjá Degi,“ segir Ólafur Stefánsson, besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, um æskuvin sinn og fyrrverandi samherja hjá Val og landsliðinu, Dag Sigurðsson. Eins og allir vita varð Dagur annar Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í gær þegar hann stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs gegn Spáni í úrslitaleik EM í Póllandi.Sjá einnig:Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Þýskaland vann síðast stóran titil árið 2007 þegar það varð heimsmeistari á heimavelli. Síðan þá hefur þessi stærsta handboltaþjóð heims ekki verið í baráttu um verðlaun á stórmótum og þá komst það ekki á Ólympíuleikana í Lundúnum 2012.Gleðilegt ár, eitthvað að frétta ? Frohes neues, gibt was neues? — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) February 1, 2016 „Þjóðverjar eru búnir að vera í lægð síðan 2007. Það hefur ekkert gerst hjá þeim síðan þá en svo kemur Dagur inn og rífur þetta upp á einu ári,“ segir Ólafur við Vísi, en Dagur var fyrir mótið og á því í stórkostlegum meiðslavandræðum. „Það verður að líta yfir allt mótið hjá honum. Þetta er alveg þvílíkt afrek. Það vita allir að hann er þarna með B-liðið en dínamíkin í liðinu er svo mikið og möguleikarnir í framhaldinu miklir. Þetta er alveg ótrúlegt.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinu.vísir/gettyFerilskráin talar sínu máli Dagur hefur náð miklum árangri síðan hann fór ungur að árum út í þjálfun í Japan. Hann lyfti grettistaki í austurrískum handbolta, bæði með Bregenz og landsliðið þar í landi, áður en hann gerði svo Füchse Berlín að einu besta liði Þýskalands og kvaddi það með Evrópumeistaratitli síðasta vor.Sjá einnig:„Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ „Þessi árangur hans núna kemur í rauninni ekkert á óvart. Það þarf bara að horfa yfir hans feril og hvernig hann hefur bætt sig. Ferilskrá hans talar sínu máli því hann nær árangri hvar sem hann stígur niður fæti. Þetta er bara eðlilegt framhald af því,“ segir Ólafur. „Það að þýska liðið var svona gott í riðlakeppninni var alveg stórkostlegt. Þá var liðið búið að ná frábærum árangri en allt umfram það var bara svakalegur bónus.“Ólafur og Dagur fagna Íslandsmeistaratitlinum 1995 með Val.vísir/brynjar gautiLeiðtogi frá 5. flokki Ólafur og Dagur þekkjast mjög vel, en þeir ólust upp saman hjá Val og voru hluti af einu besta handboltaliði Íslandssögunnar. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 1991 og svo fjögur ár í röð frá 1993-1996. Eitthvað sem aðeins Víkingi og Val hefur tekist að gera. Ólafur hrósar leiðtogahæfileikum Dags og bendir á leikhléin sem hann tók og hvernig hann stýrði þeim. Þar fannst honum einbeitingin skína úr andliti æskuvinar síns og það smitaðist út í leikmannahópinn.Sjá einnig:„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 „Dagur hefur verið leiðtogi allt frá því hann mætti í fimmta flokkinn í Val. Hann var leikstjórnandi alla sína tíð og fór í þjálfun frekar snemma,“ segir Ólafur. „Dagur er búinn að þjálfa núna í einhver tíu ár og það hefur verið mikill stígandi á hans ferli. Heilindi eru hans stærsti kostur. Hann eyðir ekki mikilli orku í eitthvað bull og lætur ekki aðra soga úr sér orku.“ „Hann hefur líka þetta íslenska hugarfar að láta ekki menn sem hafa minna um málið að segja trufla sig því hann veit hvað hann vill og það einfaldar hlutina,“ segir Ólafur.Dagur lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni.vísir/epaAlgjörlega maður mótsins Mikla athygli hefur vakið hvað Dagur er jákvæður á hliðarlínunni og hvernig hann fagnar hverju einasta marki eins og það sé það síðasta sem liðið skorar. Hann er svo ófeiminn við að hrósa sínum mönnum í hástert eftir hvern einasta leik þegar þeir standa sig vel. „Þessi aðferð er algjörlega málið. Við hrósum alltof lítið og gagnrýnum alltof mikið. Þó gagnrýni felist í því að rýna til gagns þá þarf að ýta undir þegar vel er gert og leyfa mönnum að upplifa það. Þessi jákvæða sálfræði er bara að sanna sig,“ segir Ólafur sem tók púlsinn á Degi í morgun. „Ég er búinn að vera að senda honum skilaboð yfir allt mótið. Hann svaraði mér í morgun og var greinilega kominn á fætur. Ætli hann sé ekki bara byrjaður að undirbúa Ólympíuleikana. Dagur er allavega algjörlega maður mótsins og þetta er frábært afrek. Það er eins og einhver sagði á Twitter: Við Íslendingar unnum þetta mót svo eftir allt saman,“ segir Ólafur Stefánsson
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Viðbrögðin á Twitter: Sænsk handboltagoðsögn hrósar Degi Helstu íþróttastjörnur Þýskalands voru að sjálfsögðu að fylgjast með leik Þýskalands og Spánar í úrslitum EM. 31. janúar 2016 18:45 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30
33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30
„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Viðbrögðin á Twitter: Sænsk handboltagoðsögn hrósar Degi Helstu íþróttastjörnur Þýskalands voru að sjálfsögðu að fylgjast með leik Þýskalands og Spánar í úrslitum EM. 31. janúar 2016 18:45
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00
Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti