Samtal um samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar