Össur þykir orðinn ansi forsetalegur Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 13:49 Össur Skarphéðinsson Fréttablaðið/Vilhelm Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hafi leitað eftir stuðningi í embætti forseta Íslands hjá fólki þvert á flokka og í atvinnulífinu. Vitað er að Össur hefur einnig fengið ráðgjöf hvar hann standi sterkur fyrir og hvar ekki þegar framboð er annars vegar. Sjálfur hefur Össur ekki viljað staðfesta fréttir um framboð og kom af fjöllum þegar fréttastofa hafði samband við hann síðastliðinn laugardag. Þykir þingmaðurinn vera orðinn ansi forsetalegur á Facebook-síðu sinni. Til að mynda birtir hann í dag myndir af sér við opnun nýs Ali Baba-veitingastaðar í Spönginni í Grafarvogi um liðna helgi, en þar þjónaði Össur gestum fyrir hönd eiganda staðarins. „Eins og þjónandi forystu sæmir,“ skrifar Össur.Við dr. Árný tókum þátt í að opna nýjan Ali Baba stað í Spönginni um helgina með Yaman Brikhan, gömlum kunningja sem...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, February 15, 2016Þá hefur hann birt myndir af sér við opnum listsýningar og frá afmælistónleikum karlakórs Kjalnesinga. Össur er fæddur i Reykjavík 19. júní 1953 og verður því 63 ára þegar gengið verður til kosninga. Hann gekk í MR, síðar Háskóla Íslands og lauk doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Stjórnmál hefur verið aðalstarf Össurar frá 1991 en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna og gegnt embætti umhverfis-, iðnaðar- og utanríkisráðherra. Hann var fyrsti formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Hann hefur einnig komið að fjölmiðlum enda var hann blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar ritstjóri DV. Össur er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingi og deildarstjóra hjá Raunvísindastofnun HÍ og eiga þau tvær dætur. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10 Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28 Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13 Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hafi leitað eftir stuðningi í embætti forseta Íslands hjá fólki þvert á flokka og í atvinnulífinu. Vitað er að Össur hefur einnig fengið ráðgjöf hvar hann standi sterkur fyrir og hvar ekki þegar framboð er annars vegar. Sjálfur hefur Össur ekki viljað staðfesta fréttir um framboð og kom af fjöllum þegar fréttastofa hafði samband við hann síðastliðinn laugardag. Þykir þingmaðurinn vera orðinn ansi forsetalegur á Facebook-síðu sinni. Til að mynda birtir hann í dag myndir af sér við opnun nýs Ali Baba-veitingastaðar í Spönginni í Grafarvogi um liðna helgi, en þar þjónaði Össur gestum fyrir hönd eiganda staðarins. „Eins og þjónandi forystu sæmir,“ skrifar Össur.Við dr. Árný tókum þátt í að opna nýjan Ali Baba stað í Spönginni um helgina með Yaman Brikhan, gömlum kunningja sem...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, February 15, 2016Þá hefur hann birt myndir af sér við opnum listsýningar og frá afmælistónleikum karlakórs Kjalnesinga. Össur er fæddur i Reykjavík 19. júní 1953 og verður því 63 ára þegar gengið verður til kosninga. Hann gekk í MR, síðar Háskóla Íslands og lauk doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Stjórnmál hefur verið aðalstarf Össurar frá 1991 en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna og gegnt embætti umhverfis-, iðnaðar- og utanríkisráðherra. Hann var fyrsti formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Hann hefur einnig komið að fjölmiðlum enda var hann blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar ritstjóri DV. Össur er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingi og deildarstjóra hjá Raunvísindastofnun HÍ og eiga þau tvær dætur.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10 Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28 Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13 Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10
Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28
Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13
Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44
Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46
Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28