Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent.
Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.

Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram.