Fokk ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Mitt daglega líf snýst um jafnvægi. Ég reyni að öskra ekki á þá sem svína fyrir mig í umferðinni og ég tuða ekki í fólkinu sem kann ekki að fara greiðlega í gegnum matvöruverslun á háannatíma. Ég axla ekki foreldra barna sem hafa unnið KR í körfubolta og ég beiti ekki hamrinum á höfuð nágrannans þegar hann heldur áfram við að smíða örkina sína á neðri hæðinni. Þetta er mér tiltölulega auðvelt verkefni af því að í grunninn hef ég engan áhuga á að vera vond við annað fólk. En þriðjungur kvenna verður fyrir ofbeldi samkvæmt upplýsingum frá UN Women. Átakið Fokk ofbeldi er til þess gert að styðja við konur á flótta en rannsóknir sýna að þær lifa í stöðugum ótta við ofbeldi. Konurnar hafa flúið ofbeldið sem felst í stríðsrekstri heima hjá sér og á leið sinni til betra lífs forðast þær óupplýst salerni og kemur ekki dúr á auga í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar þeirra deyja á leiðinni eða lenda í klónum á mansalshringjum. Mönnum sem eru vondir við þær fyrir peninga. Og á hverjum degi tekur fólk, nærri einvörðungu karlar, ákvörðun um að vera vont við þessar konur. Við þær hræðilegu kringumstæður sem ríkja á flótta taka ofbeldismenn sig saman um að auka á vanlíðan og þjáningar annarra. Á meðan við hin reynum að gera líf hvert annars bærilegra fara þeir um og ógna jafnvæginu sem fylgir friði og ró. Allir ofbeldismenn mega fokka sér. Það er nefnilega til sammannlegur samtakamáttur sem snýst um að gera heiminn að betri stað fyrir alla. Sá samtakamáttur heitir umhyggja og ást og við eigum að nota eins mikið af honum og við getum. Við byrjum með því að sýna þolinmæði við kassann í Bónus og stígum svo næstu skref í átt að ofbeldislausum heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Mitt daglega líf snýst um jafnvægi. Ég reyni að öskra ekki á þá sem svína fyrir mig í umferðinni og ég tuða ekki í fólkinu sem kann ekki að fara greiðlega í gegnum matvöruverslun á háannatíma. Ég axla ekki foreldra barna sem hafa unnið KR í körfubolta og ég beiti ekki hamrinum á höfuð nágrannans þegar hann heldur áfram við að smíða örkina sína á neðri hæðinni. Þetta er mér tiltölulega auðvelt verkefni af því að í grunninn hef ég engan áhuga á að vera vond við annað fólk. En þriðjungur kvenna verður fyrir ofbeldi samkvæmt upplýsingum frá UN Women. Átakið Fokk ofbeldi er til þess gert að styðja við konur á flótta en rannsóknir sýna að þær lifa í stöðugum ótta við ofbeldi. Konurnar hafa flúið ofbeldið sem felst í stríðsrekstri heima hjá sér og á leið sinni til betra lífs forðast þær óupplýst salerni og kemur ekki dúr á auga í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar þeirra deyja á leiðinni eða lenda í klónum á mansalshringjum. Mönnum sem eru vondir við þær fyrir peninga. Og á hverjum degi tekur fólk, nærri einvörðungu karlar, ákvörðun um að vera vont við þessar konur. Við þær hræðilegu kringumstæður sem ríkja á flótta taka ofbeldismenn sig saman um að auka á vanlíðan og þjáningar annarra. Á meðan við hin reynum að gera líf hvert annars bærilegra fara þeir um og ógna jafnvæginu sem fylgir friði og ró. Allir ofbeldismenn mega fokka sér. Það er nefnilega til sammannlegur samtakamáttur sem snýst um að gera heiminn að betri stað fyrir alla. Sá samtakamáttur heitir umhyggja og ást og við eigum að nota eins mikið af honum og við getum. Við byrjum með því að sýna þolinmæði við kassann í Bónus og stígum svo næstu skref í átt að ofbeldislausum heimi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun