Tekst goðsögninni að endurheimta mannorð sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 09:00 Vísir/Getty Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett MMA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett
MMA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira