Álversdeilan og hagsmunir Hafnfirðinga 26. febrúar 2016 20:44 Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Skoðun Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar