Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 12:30 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif." Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif."
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00