Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 12:46 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/GVA-Stefán Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15