Innlent

Búast við gasi á höfuð­borgar­svæðinu og Akra­nesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gasmegnunarspá Veðurstofunnar klukkan þrjú í dag.
Gasmegnunarspá Veðurstofunnar klukkan þrjú í dag. Veðurstofa Íslands

Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði.

Virkni gossins sjálfs er enn stöðug. Hraun rennur frá gígnum til austurs og suðausturs, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar breiðir hraunið helst úr sér næst gígnum til suðausturs og nyrst á hraunbreiðunni.

„Við minnum á að öll hraunbreiðan er virk og tjakkast upp og því er hætta á framhlaupi hvar sem er við hraunjaðarinn,“ segir i tilkynningunni.

Skoða má gasmengunarspá Veðurstofunnar hér og hægt er að fylgjast með loftgæðum hér á vef Umhverfis- og orkustofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×