Fákeppni, arðgreiðslur og ónýt mynt skjóðan skrifar 9. mars 2016 09:00 Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira