Dagný: Ekki klukka á vellinum þannig ég vissi ekki hvað var mikið eftir Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2016 08:00 Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær þegar hún skoraði sigurmarkið, 2-1, í uppbótartíma. Dagný kom inn af bekknum fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og tryggði stelpunum okkar þrjú stig á lokastundu. „Það er alltaf mjög gaman að skora sigurmarkið. Þar sem það er ekki klukka á vellinum þannig maður vissi ekki hvað var mikið eftir en alltaf gaman að skora mark í uppbótartíma,“ sagði Dagný í viðtali við SportTV eftir leikinn. Aðspurð hvort meiðsli hefðu verið þess valdandi að hún byrjaði á bekknum sagði Dagný svo ekki vera. Sjáðu mörkin sem stelpurnar skoruðu í gær: „Ég er spræk. Hann [Freyr Alexandersson] er bara mikið að rótera hópnum og gefa öllum tækifæri. Ég byrjaði á bekknum í þetta skiptið en vonandi fæ ég að byrja seinna í mótinu.“ Gunnhildur Yrsa fékk tækifærið í hennar stað og nýtti það vel. Stjörnukonan fyrrverandi skoraði fyrra mark leiksins. „Hún stóð sig mjög vel. Henni var alls ekki skipt út af því hún var léleg heldur er bara verið að leyfa öllum að spila. Vonandi hélt ég gæðunum uppi þegar við skiptum,“ sagði Dagný og brosti. Markmið íslenska liðsins er að vinna mótið: „Við eigum góðan séns á því. Við erum að spila við góðar þjóðir en ef við mætum klárar í alla leikina þá eigum við fullan séns á því að komast í úrslitin fyrst við fengum þrjú stig í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við SportTV. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný hetja íslensku stelpnanna á móti Belgum Dagný Brynjarsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu 2-1 sigur á Belgíu í dag í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal. 2. mars 2016 17:06 Sjáið mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Algarve-bikarinn eins og best verður á kosið þegar stelpurnar unnu 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik. Liðið er því þegar búið að gera betur en á mótinu í fyrra. 2. mars 2016 23:11 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Landsliðsframherjinn nýtur lífsins í Flórída þar sem hún spilar með ríkjandi meisturum í háskólaboltanum. 2. mars 2016 11:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær þegar hún skoraði sigurmarkið, 2-1, í uppbótartíma. Dagný kom inn af bekknum fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og tryggði stelpunum okkar þrjú stig á lokastundu. „Það er alltaf mjög gaman að skora sigurmarkið. Þar sem það er ekki klukka á vellinum þannig maður vissi ekki hvað var mikið eftir en alltaf gaman að skora mark í uppbótartíma,“ sagði Dagný í viðtali við SportTV eftir leikinn. Aðspurð hvort meiðsli hefðu verið þess valdandi að hún byrjaði á bekknum sagði Dagný svo ekki vera. Sjáðu mörkin sem stelpurnar skoruðu í gær: „Ég er spræk. Hann [Freyr Alexandersson] er bara mikið að rótera hópnum og gefa öllum tækifæri. Ég byrjaði á bekknum í þetta skiptið en vonandi fæ ég að byrja seinna í mótinu.“ Gunnhildur Yrsa fékk tækifærið í hennar stað og nýtti það vel. Stjörnukonan fyrrverandi skoraði fyrra mark leiksins. „Hún stóð sig mjög vel. Henni var alls ekki skipt út af því hún var léleg heldur er bara verið að leyfa öllum að spila. Vonandi hélt ég gæðunum uppi þegar við skiptum,“ sagði Dagný og brosti. Markmið íslenska liðsins er að vinna mótið: „Við eigum góðan séns á því. Við erum að spila við góðar þjóðir en ef við mætum klárar í alla leikina þá eigum við fullan séns á því að komast í úrslitin fyrst við fengum þrjú stig í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við SportTV.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný hetja íslensku stelpnanna á móti Belgum Dagný Brynjarsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu 2-1 sigur á Belgíu í dag í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal. 2. mars 2016 17:06 Sjáið mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Algarve-bikarinn eins og best verður á kosið þegar stelpurnar unnu 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik. Liðið er því þegar búið að gera betur en á mótinu í fyrra. 2. mars 2016 23:11 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Landsliðsframherjinn nýtur lífsins í Flórída þar sem hún spilar með ríkjandi meisturum í háskólaboltanum. 2. mars 2016 11:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Dagný hetja íslensku stelpnanna á móti Belgum Dagný Brynjarsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu 2-1 sigur á Belgíu í dag í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal. 2. mars 2016 17:06
Sjáið mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Algarve-bikarinn eins og best verður á kosið þegar stelpurnar unnu 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik. Liðið er því þegar búið að gera betur en á mótinu í fyrra. 2. mars 2016 23:11
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Landsliðsframherjinn nýtur lífsins í Flórída þar sem hún spilar með ríkjandi meisturum í háskólaboltanum. 2. mars 2016 11:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00