Hvetjum Lindu Pétursdóttur til forsetaframboðs Sigurður Ingólfsson skrifar 18. mars 2016 10:05 Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar