„Hinsegin paradísin Ísland“ smellpassar við það hvernig landinu hefur verið lýst í aldanna rás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 13:15 Íris Ellenberger, sagnfræðingur, flytur erindi á málstofu um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi á Hugvísindaþingi á morgun. vísir Íris Ellenberger, sagnfræðingur, heldur erindi á Hugvísindaþingi á morgun undir yfirskriftinni Hinsegin paradísin Ísland í ljósi sögunnar og hinsegin þjóðernishyggju, en erindið verður flutt á málstofu um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi. „Í rannsókn minni er ég að skoða hinsegin paradísina Ísland aðallega út frá tveimur tegundum af orðræðu. Annars vegar er það þessi sögulega orðræða um Ísland sem paradís eða útópíu en Íslandi hefur verið lýst sem útópíu í rauninni alveg frá því að það fór einhver að skrifa lýsingar af landinu sem var á 11. öld. Ég er svona að skoða þessa hinsegin útópíu sem bara rökrétt framhald af þeirri orðræðu sem að ég tel að hún sé,“ segir Íris. Hún setur þetta í samhengi við það að Ísland sé auglýst sem ferðamannaland fyrir hinsegin fólk og þá gjarnan lýst sem paradís fyrir það. Íris segir þetta smellpassa við hvernig búið er að lýsa landinu í aldir. „Þannig að það er held ég mjög auðvelt og einhvern veginn eðlilegt skref að stíga, kannski fyrir fólk sem er ekki mjög mikið að pæla hvernig landinu hefur verið lýst, það erum bara við sagnfræðingarnir sem erum að velta því upp,“ segir Íris.„Við“ og „hinir“ Hin orðræðan sem Íris er að skoða í tengslum við hinsegin paradísina Ísland er hinsegin þjóðernishyggja. „Þetta er kannski dálítið tyrfið hugtak en það er notað til þess að útskýra hvernig ákveðnir valdhópar meðal hinsegin fólks hafa fengið aðgang að þjóðinni, það er fá að tilheyra „okkur“ en ekki „hinum.“ Þeir eru innlimaðir, tekið utan um þá og þeim tekið fagnandi á sama tíma og einhverjum öðrum þjóðfélagshópi er útskúfað.“ Íris nefnir Bandaríkin sem dæmi þar samkynhneigðir hafa verið teknir inn í samfélagið á sama tíma og fólk frá Mið-Austurlöndum hefur verið útmálað sem hryðjuverkamenn.Send sterk skilaboð um að Íslendingar virði mannréttindi en fólk í Rússlandi eða Lettlandi geri það ekki „Fræðimenn hafa verið að benda á að þetta er ekki bundið við Bandaríkin heldur er þetta þverþjóðleg orðræða sem nær yfir allan hinn vestræna heim. Þannig má segja að margt af því sem sagt er um Ísland sem hinsegin útópíu sé hluti af þessari þverþjóðlegu orðræðu og þar af leiðir að um leið er verið að útskúfa öðru fólki,“ segir Íris. Hún nefnir að á seinustu árum hafi það vissulega verið múslimar en þó aðallega fólk frá Austur-Evrópu. „Á seinustu árum hefur til dæmis rosalega mikið verið fjallað um mannréttindabrot gagnvart hinsegin fólki í Austur-Evrópu og með samanburðinum eru send mjög sterk skilaboð um að við á Íslandi virðum mannréttindi en fólkið í Rússlandi eða Lettlandi virði ekki mannréttindi. Þannig að þar er mjög sterk „við og hin“-retórík sem fléttast síðan saman við almenna umræðu um fólk frá Austur-Evrópu sem „hina“ og að þeir séu óeðlilegir, fjandsamlegir og hættulegir,“ segir Íris.Hinsegin fólk sem stingur á einhvern hátt í stúf býr enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi En er Ísland hinsegin paradís? Íris segir það fara eftir því við hvern sé talað. „Maður fer ekki að véfengja fólk sem kemur hingað og finnst þetta vera hinsegin paradís en ég veit líka um fólk sem finnst þetta langt í frá einhver paradís. Það er til dæmis mjög margt í löggjöfinni sem er ábótavant varðandi trans-og intersex fólk og svo býr hinsegin fólk sem á einhvern hátt stingur í stúf enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi,“ segir Íris. Erindi hennar á Hugvísindaþingi sem og önnur erindi á málstofunni munu í haust koma út í greinasafni þar sem fjallað verður um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi. Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Íris Ellenberger, sagnfræðingur, heldur erindi á Hugvísindaþingi á morgun undir yfirskriftinni Hinsegin paradísin Ísland í ljósi sögunnar og hinsegin þjóðernishyggju, en erindið verður flutt á málstofu um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi. „Í rannsókn minni er ég að skoða hinsegin paradísina Ísland aðallega út frá tveimur tegundum af orðræðu. Annars vegar er það þessi sögulega orðræða um Ísland sem paradís eða útópíu en Íslandi hefur verið lýst sem útópíu í rauninni alveg frá því að það fór einhver að skrifa lýsingar af landinu sem var á 11. öld. Ég er svona að skoða þessa hinsegin útópíu sem bara rökrétt framhald af þeirri orðræðu sem að ég tel að hún sé,“ segir Íris. Hún setur þetta í samhengi við það að Ísland sé auglýst sem ferðamannaland fyrir hinsegin fólk og þá gjarnan lýst sem paradís fyrir það. Íris segir þetta smellpassa við hvernig búið er að lýsa landinu í aldir. „Þannig að það er held ég mjög auðvelt og einhvern veginn eðlilegt skref að stíga, kannski fyrir fólk sem er ekki mjög mikið að pæla hvernig landinu hefur verið lýst, það erum bara við sagnfræðingarnir sem erum að velta því upp,“ segir Íris.„Við“ og „hinir“ Hin orðræðan sem Íris er að skoða í tengslum við hinsegin paradísina Ísland er hinsegin þjóðernishyggja. „Þetta er kannski dálítið tyrfið hugtak en það er notað til þess að útskýra hvernig ákveðnir valdhópar meðal hinsegin fólks hafa fengið aðgang að þjóðinni, það er fá að tilheyra „okkur“ en ekki „hinum.“ Þeir eru innlimaðir, tekið utan um þá og þeim tekið fagnandi á sama tíma og einhverjum öðrum þjóðfélagshópi er útskúfað.“ Íris nefnir Bandaríkin sem dæmi þar samkynhneigðir hafa verið teknir inn í samfélagið á sama tíma og fólk frá Mið-Austurlöndum hefur verið útmálað sem hryðjuverkamenn.Send sterk skilaboð um að Íslendingar virði mannréttindi en fólk í Rússlandi eða Lettlandi geri það ekki „Fræðimenn hafa verið að benda á að þetta er ekki bundið við Bandaríkin heldur er þetta þverþjóðleg orðræða sem nær yfir allan hinn vestræna heim. Þannig má segja að margt af því sem sagt er um Ísland sem hinsegin útópíu sé hluti af þessari þverþjóðlegu orðræðu og þar af leiðir að um leið er verið að útskúfa öðru fólki,“ segir Íris. Hún nefnir að á seinustu árum hafi það vissulega verið múslimar en þó aðallega fólk frá Austur-Evrópu. „Á seinustu árum hefur til dæmis rosalega mikið verið fjallað um mannréttindabrot gagnvart hinsegin fólki í Austur-Evrópu og með samanburðinum eru send mjög sterk skilaboð um að við á Íslandi virðum mannréttindi en fólkið í Rússlandi eða Lettlandi virði ekki mannréttindi. Þannig að þar er mjög sterk „við og hin“-retórík sem fléttast síðan saman við almenna umræðu um fólk frá Austur-Evrópu sem „hina“ og að þeir séu óeðlilegir, fjandsamlegir og hættulegir,“ segir Íris.Hinsegin fólk sem stingur á einhvern hátt í stúf býr enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi En er Ísland hinsegin paradís? Íris segir það fara eftir því við hvern sé talað. „Maður fer ekki að véfengja fólk sem kemur hingað og finnst þetta vera hinsegin paradís en ég veit líka um fólk sem finnst þetta langt í frá einhver paradís. Það er til dæmis mjög margt í löggjöfinni sem er ábótavant varðandi trans-og intersex fólk og svo býr hinsegin fólk sem á einhvern hátt stingur í stúf enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi,“ segir Íris. Erindi hennar á Hugvísindaþingi sem og önnur erindi á málstofunni munu í haust koma út í greinasafni þar sem fjallað verður um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi.
Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00
Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02