300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Bjarki Ármannsson skrifar 28. mars 2016 22:20 Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. Vísir/Ernir Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu, sem greint var frá í gær, þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Jómfrúarmálsins svokallaða. Önnur undirskriftasöfnun, þar sem Sigmundi er þakkað fyrir góð störf og hann hvattur til að starfa ótrauður áfram, telur þegar þetta er skrifað tæplega þrjú hundruð undirskriftir. Undirskriftasafnanirnar voru báðar gerðar aðgengilegar á laugardag á síðunni Petitions24.com. „Við þökkum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir eljusama og óeigingjarna baráttu fyrir land, þjóð og komandi kynslóðir gagnvart kröfuhöfum í Icesave-málinu og gagnvart föllnu bönkunum,“ segir í texta með seinni undirskriftasöfnuninni. „Með baráttu sinni tryggði hann þjóðarbúinu mörg hundruð milljarða króna og vann þrekvirki fyrir þjóðina. Hvetjum við hann til að halda ótrauður áfram að vinna að þjóðarhag.“ Í lýsingu fyrri undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúareyjum, sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankanna, hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Algjör þögn er úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna máls forsætisráðherra. 26. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. 27. mars 2016 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu, sem greint var frá í gær, þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Jómfrúarmálsins svokallaða. Önnur undirskriftasöfnun, þar sem Sigmundi er þakkað fyrir góð störf og hann hvattur til að starfa ótrauður áfram, telur þegar þetta er skrifað tæplega þrjú hundruð undirskriftir. Undirskriftasafnanirnar voru báðar gerðar aðgengilegar á laugardag á síðunni Petitions24.com. „Við þökkum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir eljusama og óeigingjarna baráttu fyrir land, þjóð og komandi kynslóðir gagnvart kröfuhöfum í Icesave-málinu og gagnvart föllnu bönkunum,“ segir í texta með seinni undirskriftasöfnuninni. „Með baráttu sinni tryggði hann þjóðarbúinu mörg hundruð milljarða króna og vann þrekvirki fyrir þjóðina. Hvetjum við hann til að halda ótrauður áfram að vinna að þjóðarhag.“ Í lýsingu fyrri undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúareyjum, sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankanna, hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Algjör þögn er úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna máls forsætisráðherra. 26. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. 27. mars 2016 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00
Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Algjör þögn er úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna máls forsætisráðherra. 26. mars 2016 07:00
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. 27. mars 2016 20:00