Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Ingvar Haraldsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði ráðgjafarhóp um afnám hafta. vísir/anton brink Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Panama-skjölin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Panama-skjölin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira