Saman gegn kynþáttamisrétti! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 21. mars 2016 15:25 Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Sjá meira
Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti!
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar