Barðstrendingar berjast gegn lokun sveitaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2016 20:15 Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt. Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt.
Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45
Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15