Þannig hefst pistill Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Af fyrstu orðum pistilsins mætti ætla að um sé að ræða enn einn ráðamanninn sem tengist skattaskjólum og aflandsfélögum en fljótlega kemur í ljós að bæjarstjórinn er aðeins að spauga.
Suðræna paradísareyjan hans Elliða er Heimaey, stærsta eyja Vestmannaeyja, „þar sem hjartað slær“ að sögn Elliða og vitnar í þjóðhátíðarlagið frá árinu 2012.
Pistil Elliða má sjá í heild sinni hér að neðan en í lokin segir hann að þótt Vestmannaeyjar séu ekki skattaparadís þá sé svo sannarlega um paradísareyju að ræða fyrir íbúa og gesti þeirra.