Innlent

Elliði gerir grín að umræðu um aflandsfélög og skattaskjól

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elliði Vignisson styður vel við bakið á sínum mönnum í ÍBV.
Elliði Vignisson styður vel við bakið á sínum mönnum í ÍBV. vísir/valli
„Ágætu vinir. Ég vil hér með upplýsa að við Bertha Johansen kona mín eigum eignir á suðrænni paradísareyju og bætist ég þar með í hóp þeirra sem fjallað hefur verið um á seinustu dögum vegna slíks.“

Þannig hefst pistill Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Af fyrstu orðum pistilsins mætti ætla að um sé að ræða enn einn ráðamanninn sem tengist skattaskjólum og aflandsfélögum en fljótlega kemur í ljós að bæjarstjórinn er aðeins að spauga.

Suðræna paradísareyjan hans Elliða er Heimaey, stærsta eyja Vestmannaeyja, „þar sem hjartað slær“ að sögn Elliða og vitnar í þjóðhátíðarlagið frá árinu 2012.

Pistil Elliða má sjá í heild sinni hér að neðan en í lokin segir hann að þótt Vestmannaeyjar séu ekki skattaparadís þá sé svo sannarlega um paradísareyju að ræða fyrir íbúa og gesti þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×