Gjaldkeri Samfylkingarinnar segir af sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2016 00:06 Vilhjálmur Þorsteinsson vísir/arnþór Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í bloggfærslu nú fyrir skemmstu. Í kjölfar umfjöllunar undanfarna daga um eigur Íslendinga í erlendum félögum og mögulegum skattaskjólum var mál Vilhjálms rifjað upp en hann á félag sem skráð er í Lúxemborg. „Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg – eins og er fullkomlega heimilt skv. „fjórfrelsi“ evrópska efnahagssvæðisins,“ segir í færslunni. „Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins,“ skrifar Vihjálmur.Sjá einnig: Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur segir að hann „[borgi] auðvitað alla skatta“ og skyldur sem sér beri. Þar nefnir hann til sögunnar tekjuskatt og að hann hafi greitt auðlegðarskatt og verið honum hlynntur. Það sé ekki vegna skattahagræðis sem félagið sé skráð í Lúxemborg heldur vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslenska efnahagskerfisins. Persónulegar skattgreiðslur hans væru þær sömu og ef félagið væri íslenskt. „En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu,“ segir í niðurlagi pistilsins. Af þeirri ástæðu segir Vilhjálmur embætti sínu lausu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í bloggfærslu nú fyrir skemmstu. Í kjölfar umfjöllunar undanfarna daga um eigur Íslendinga í erlendum félögum og mögulegum skattaskjólum var mál Vilhjálms rifjað upp en hann á félag sem skráð er í Lúxemborg. „Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg – eins og er fullkomlega heimilt skv. „fjórfrelsi“ evrópska efnahagssvæðisins,“ segir í færslunni. „Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins,“ skrifar Vihjálmur.Sjá einnig: Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur segir að hann „[borgi] auðvitað alla skatta“ og skyldur sem sér beri. Þar nefnir hann til sögunnar tekjuskatt og að hann hafi greitt auðlegðarskatt og verið honum hlynntur. Það sé ekki vegna skattahagræðis sem félagið sé skráð í Lúxemborg heldur vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslenska efnahagskerfisins. Persónulegar skattgreiðslur hans væru þær sömu og ef félagið væri íslenskt. „En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu,“ segir í niðurlagi pistilsins. Af þeirri ástæðu segir Vilhjálmur embætti sínu lausu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46