Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2016 18:36 Atvinnuvegaráðherra segir augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Umræðan um eignarhaldsfélög ráðherra og maka þeirra í útlöndum hafi ekki veikt ríkisstjórnina. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna hins vegar hafa augljós áhrif og nauðsynlegt sé að ræða málin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin afgreiddi nokkur mál frá borði sínu í dag en aflandsmál ráðherranna voru ekki rædd. Hvorki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra né Ólöf Nordal innanríkisráðherra voru á fundinum; fjármálaráðherra í útlöndum og innanríkisráðherra í veikindaleyfi. Eignarhaldsfélög í eigu ráðherra og maka þeirra í Luxemburg og á aflandseyjum hafa heltekið pólitíska umræðu í landinu undanfarna daga, en bæði Bjarni og Ólöf birtu í gær útskýringar á félögum í þeirra eigu á Facebook. Bjarni taldi félag sem hann átti hlut í reyndar vera í Luxemburg en ekki Seychelles-eyjum eins og raunin er en félagið hafi verið lagt niður árið 2009 án þess að hafa sinnt nokkrum viðskiptum. Þá segir Ólöf að félag sem Landsbankinn stofnaði fyrir eiginmann hennar í Luxemburg aldrei hafa komist í eigu hans og verið úr sögunni áður en hún var kosin á þing. Ráðherrarnir voru mismikið að flýta sér eftir ríkisstjórnarfund í dag. Þannig gaf Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ekki kost á viðtali og sagðist vera orðin sein á fund. En Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnar fundinum að málin yrðu rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna sem hófst klukkan sex í dag. Heldur þú að þetta hafi eitthvað veikt ríkisstjórnina, þessar upplýsingar? „Það held ég ekki,“ sagði Kristján Þór Og þú trúir því að þetta séu allt eðlilegar skýringar sem hafa komið fram? „Ég hef engar forsendur til annars en taka þær eins og þær eru settar fram.“ Þér finnst að þetta ætti ekkert að trufla ríkisstjórnina né traust á henni? „Auðvitað hefur öll þessi umræða einhver áhrif. Við þurfum að taka þá umræðu innan okkar raða og hef engar ástæður til að ætla annað en við vinnum okkur út í gegnum það,“ sagði Kristján Þór. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera“ Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þessa umræðu orðna langa. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá. Þannig að ég tel stöðu ríkisstjórnarinnar býsna sterka og met það út frá því hvernig staða mála er hér í landinu á flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi.Þeir staðir sem nefndir hefðu verið væru hins vegar eðlilega ekki í hávegum hafðir hjá almenningi en engin lög hafi verið brotin í málum ráðherranna og allir skattar greiddir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og kona hans hafi greint mjög vel frá sínum málum með skýrum greinargerðum og yfirlýsingum. Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola? „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ segir Sigurður. En að eiga peninga á Tortola? „Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Ég er ekki viss um að umræðan ef forsætisráðherrafrúin hefði verið í miklum fjárfestingum á Íslandi væri í meira jafnvægi.“ En þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er eitthvað sem almenningi býðst ekki að hafa fjármuni þarna. Það er dálítill aðstöðumunur? „Fólk hefur misjafnar aðstæður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra segir augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Umræðan um eignarhaldsfélög ráðherra og maka þeirra í útlöndum hafi ekki veikt ríkisstjórnina. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna hins vegar hafa augljós áhrif og nauðsynlegt sé að ræða málin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin afgreiddi nokkur mál frá borði sínu í dag en aflandsmál ráðherranna voru ekki rædd. Hvorki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra né Ólöf Nordal innanríkisráðherra voru á fundinum; fjármálaráðherra í útlöndum og innanríkisráðherra í veikindaleyfi. Eignarhaldsfélög í eigu ráðherra og maka þeirra í Luxemburg og á aflandseyjum hafa heltekið pólitíska umræðu í landinu undanfarna daga, en bæði Bjarni og Ólöf birtu í gær útskýringar á félögum í þeirra eigu á Facebook. Bjarni taldi félag sem hann átti hlut í reyndar vera í Luxemburg en ekki Seychelles-eyjum eins og raunin er en félagið hafi verið lagt niður árið 2009 án þess að hafa sinnt nokkrum viðskiptum. Þá segir Ólöf að félag sem Landsbankinn stofnaði fyrir eiginmann hennar í Luxemburg aldrei hafa komist í eigu hans og verið úr sögunni áður en hún var kosin á þing. Ráðherrarnir voru mismikið að flýta sér eftir ríkisstjórnarfund í dag. Þannig gaf Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ekki kost á viðtali og sagðist vera orðin sein á fund. En Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnar fundinum að málin yrðu rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna sem hófst klukkan sex í dag. Heldur þú að þetta hafi eitthvað veikt ríkisstjórnina, þessar upplýsingar? „Það held ég ekki,“ sagði Kristján Þór Og þú trúir því að þetta séu allt eðlilegar skýringar sem hafa komið fram? „Ég hef engar forsendur til annars en taka þær eins og þær eru settar fram.“ Þér finnst að þetta ætti ekkert að trufla ríkisstjórnina né traust á henni? „Auðvitað hefur öll þessi umræða einhver áhrif. Við þurfum að taka þá umræðu innan okkar raða og hef engar ástæður til að ætla annað en við vinnum okkur út í gegnum það,“ sagði Kristján Þór. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera“ Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þessa umræðu orðna langa. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá. Þannig að ég tel stöðu ríkisstjórnarinnar býsna sterka og met það út frá því hvernig staða mála er hér í landinu á flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi.Þeir staðir sem nefndir hefðu verið væru hins vegar eðlilega ekki í hávegum hafðir hjá almenningi en engin lög hafi verið brotin í málum ráðherranna og allir skattar greiddir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og kona hans hafi greint mjög vel frá sínum málum með skýrum greinargerðum og yfirlýsingum. Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola? „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ segir Sigurður. En að eiga peninga á Tortola? „Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Ég er ekki viss um að umræðan ef forsætisráðherrafrúin hefði verið í miklum fjárfestingum á Íslandi væri í meira jafnvægi.“ En þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er eitthvað sem almenningi býðst ekki að hafa fjármuni þarna. Það er dálítill aðstöðumunur? „Fólk hefur misjafnar aðstæður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46