Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 17:30 Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu. Vísir/Ernir Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira