„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:59 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar í morgun. vísir/anton brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42