Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætir á Bessastaði í dag. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti nú rétt í þessu á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Nokkuð vel lá á Sigmundi þegar hann mætti blaðamönnum á tröppunum á Bessastöðum en aðspurður hvernig honum litist á að vera að hætta sagði hann: „Ég spjalla kannski betur við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum á þriðjudag. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta en ekki er vitað hvaða taska var tekin með á þriðjudaginn eða í dag. Sigmundur Davíð sagði síðan að það væri fín tilfinning að vera að hætta. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, laumaðist inn á Bessastaði og framhjá blaðamönnum á meðan þeir ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, og ræddi því ekki við fréttamenn. Panama-skjölin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti nú rétt í þessu á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Nokkuð vel lá á Sigmundi þegar hann mætti blaðamönnum á tröppunum á Bessastöðum en aðspurður hvernig honum litist á að vera að hætta sagði hann: „Ég spjalla kannski betur við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum á þriðjudag. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta en ekki er vitað hvaða taska var tekin með á þriðjudaginn eða í dag. Sigmundur Davíð sagði síðan að það væri fín tilfinning að vera að hætta. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, laumaðist inn á Bessastaði og framhjá blaðamönnum á meðan þeir ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, og ræddi því ekki við fréttamenn.
Panama-skjölin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira