Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þurfti að koma heim nokkrum dögum á undan áætlun vegna þess ástands sem nú ríkir í stjórnmálunum hér á landi en hann var í opinberri heimsókn á Indlandi.
Gunnar Bragi kom síðdegis í gær en eins og greint var frá á Vísi í morgun mun hann láta af starfi utanríkisráðherra í dag og taka við sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og fráfarandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en hún verður utanþingsráðherra í ríkisstjórninni.
Gunnar Bragi þurfti að flýta heimför

Tengdar fréttir

Vigdís um ráðherraskipan: „Gengið framhjá mér í annað sinn“
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segist afar sátt við ráðherraefni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur.

Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum
Nýr utanríkisráðherra er yfirlýstur Evrópusinni meðan Vigdís og Ásmundur Einar eru sniðgengin.

Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.