Segir engan frið munu nást fyrr en rödd þjóðarinnar hljómar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:38 Össur Skarphéðinsson vill frið meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33