„Það hefur enginn beðist afsökunar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:20 Birgitta Jónsdóttir pírati gagnrýnir vöntun á auðmýkt. Vísir/valli „Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls. Panama-skjölin Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
„Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls.
Panama-skjölin Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira