Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan segist mæta samheldin til þingfundar í dag og ætlar að berjast fyrir vantrausti. vísir/Ernir Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira