Reynir vissi ekki að hann ætti félag á Tortóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2016 18:30 Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum. Seychelleseyjar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum.
Seychelleseyjar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira