Reynir vissi ekki að hann ætti félag á Tortóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2016 18:30 Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum. Seychelleseyjar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum.
Seychelleseyjar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent