Vantrauststillaga gæti verið úrelt á morgun Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 14:54 Þingflokksformenn funda með forseta þingsins í hádeginu. vísir/stefán Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55
Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01