Hætt við stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2016 14:00 Höfuðstöðvar Pfizer í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Ekki verður af áformuðum samruna lyfjaframleiðandanna Pfizer og Allergan. Ástæða þess er ný lagasetning í Bandaríkjunum sem tilkynnt var um þann 4. apríl síðastliðinn. Samruninn var metinn á 160 milljarða dollara, jafnvirði 19.800 milljarða íslenskra króna. Pfizer mun greiða Allergan 150 milljón dollara, 18,6 milljarðar íslenskra króna, vegna kostnaðar sem fyrirtækið lagði út vegna samrunans. Nýju lögin í Bandaríkjunum voru skref í átt að því að koma í veg fyrir það að fyrirtæki forðist skattgreiðslur í Bandaríkjunum með því að færa höfuðstöðvar sínar. Pfizer ætlaði að flytja höfuðstöðvar sínar til Írlands, þar sem Allergan er með höfuðstöðvar og greiða einungis 12,5 prósent fyrirtækjaksatt sem er mun lægri en fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa á undanförnum árum sent evrópskum fyrirtækjum tilboð um yfirtöku til þess að forðast skatta í Bandaríkjunum og hafa margir stjórnmálamenn, meðal annars Bernie Sanders og Donald Trump og Barack Obama fordæmt athæfin. Donald Trump Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ekki verður af áformuðum samruna lyfjaframleiðandanna Pfizer og Allergan. Ástæða þess er ný lagasetning í Bandaríkjunum sem tilkynnt var um þann 4. apríl síðastliðinn. Samruninn var metinn á 160 milljarða dollara, jafnvirði 19.800 milljarða íslenskra króna. Pfizer mun greiða Allergan 150 milljón dollara, 18,6 milljarðar íslenskra króna, vegna kostnaðar sem fyrirtækið lagði út vegna samrunans. Nýju lögin í Bandaríkjunum voru skref í átt að því að koma í veg fyrir það að fyrirtæki forðist skattgreiðslur í Bandaríkjunum með því að færa höfuðstöðvar sínar. Pfizer ætlaði að flytja höfuðstöðvar sínar til Írlands, þar sem Allergan er með höfuðstöðvar og greiða einungis 12,5 prósent fyrirtækjaksatt sem er mun lægri en fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa á undanförnum árum sent evrópskum fyrirtækjum tilboð um yfirtöku til þess að forðast skatta í Bandaríkjunum og hafa margir stjórnmálamenn, meðal annars Bernie Sanders og Donald Trump og Barack Obama fordæmt athæfin.
Donald Trump Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira