Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2016 10:15 Fjölmargir þekktir leikarar eru á lista yfir farþega með geimskutlu Bransons auk Önnu Sigurlaugar svo sem Ashton Kutcher. visir/Valli ofl Daginn eftir að tilraunageimskutla Richards Branson sprakk í loft upp árið 2014, hringdi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Richard Branson og pantaði far með honum út í geim. Þetta kemur fram í viðtali við Branson, sem birtist í Daily Mail 26. mars síðastliðinn:„The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Eða, eiginkona forsætisráðherra Íslands hringdi í mig daginn eftir slysið og sagðist vilja skrá sig í ferð út í geim, að sögn Bransons, auk þess sem fram kemur að Anna Sigurlaug sé ein auðugasta kona Íslands. Ekki kemur fram hvort Sigmundur Davíð ætlar sér með út í geim, ef fram fer sem horfir gæti hann haft úr rýmri tíma að spila eftir að annasamri forsætisráðherratíð hans lýkur. Daily Mail, er einn víðlesnasti fjölmiðill veraldar en nú beinast augu augu alheims að Íslandi og forsætisráðherrahjónunum. Hér má til dæmis sjá umfjöllun Daily Mail um vendingar í tengslum við Sigmund Davíð sem finna má á forsíðu vefmiðilsins.Létt geggjað fólk sem vill út í geimNokkuð hefur verið fjallað um geimskutlu Bransons, en hann hefur lengi haft það í bígerð að ferðast með völdum hópi auðkýfinga út í geim. Meðal þeirra sem ætlar sér með er Gísli Gíslason lögfræðingur, sem hefur verið í undirbúningi og setið námskeið vegna fyrirhugaðrar ferðar. Gísli segir að bakslag hafi komið í allar áætlanir þegar prufuflaug sprakk í október árið 2014. Hann segir að flogið sé með geimskutluna í sextíu þúsund feta hæð þar sem henni er sleppt. Flaugin fer hundrað kílómetra á 70 sekúndum sem er eins og að fara fram og til baka til Keflavíkur á innan við mínútu. Nú er nýja geimskutlan tilbúin, 18. febrúar og Gísla hefur boðist að fara í Mohave eyðimörkina í Nýju Mexíkó til að skoða hana. „Þar er Space Port One. Þetta er eins og úr framtíðarmynd, geðveikislega flott. Þetta er eins og í ævintýri. Og nú á að fara að prufa fljótlega. Ef vel til tekst ætlar Branson að fara í fyrstu ferðina, sem gæti orðið seinna á þessu ári.“Vissi ekki að Anna Sigurlaug væri í hópnum Gísli segir að í flauginni hverju sinni séu sex farþegar og tveir flugmenn. Miðaðverð er komið uppí 250 þúsund dollara. Miðinn kostaði 23 milljónir þegar Gísli skráði sig til leiks, en hann hefur farið í æfingabúðir vegna ferðarinnar.Sigmundur vekur forvitni heimsins, til dæmis þeirra á ritstjórn Daily Mail. Ekki er vitað hvort hann ætlar með út í geim, en athygli heimspressunnar er nú á honum.skjámynd„Margir spurðu mig, í kjölfar sprengingarinnar, hvort ég ætlaði. Þá lét ég Fjölni tattúmeistara tattúvera á mig Virgin-merkið. Richard var svo ánægður með þetta að hann birti mynd af því á bloggi sínu sem milljónir lesa,“ segir Gísli sem skráður er í símaskrá sem geimfari og stefnir að því að vera fyrstur með íslenska fánann út í geim. Gísli vissi ekki að Anna Sigurlaug væri meðal fyrirhugaðra farþega en segir virkilega gaman ef hún ætlar að slást í hópinn. „Ég er númer 258, það fara sex í hverja ferð þannig að það hafa þá verið farnar margar ferðir þegar ég kemst að,“ segir Gísli og dregur ekki fjöður yfir það að það séu léttgeggjaðir ævintýramenn sem stefni útí geim.Þekktir leikarar auk Önnu Sigurlaugu á farþegalistaRichard Branson er einn skrautlegasti milljónamæringur heims, hann er forstjóri Virgin Galactic geimflugfélagsins sem hefur nú um langt skeið undirbúið geimferðir. Upphaflega stóð til að fara þegar árið 2007, en eitt og annað hefur orðið til að fresta geimferðum Galactic. Einkum setti áðurnefnd sprenging í æfingaflugi árið 2014 strik í reikninginn. Virgin ætlar að senda geimflaugar sínar út frá bækistöðvum sem fyrirtækið hefur komið upp í Nýju Mexíkó en einnig hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við yfirvöld í Abú Dhabí þar sem til stendur að setja upp sérstakan geimflugvöll. Þekktustu nöfnin sem eru á farþegalista eru leikararnir Ashton Kutcher en orðrómur hefur verið uppi þess efnis að Angelina Jolie, Tom Hanks, Brad Pitt og Kate Perry hafi einnig skráð sig til geimferða á vegum Virgin. Panama-skjölin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Daginn eftir að tilraunageimskutla Richards Branson sprakk í loft upp árið 2014, hringdi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Richard Branson og pantaði far með honum út í geim. Þetta kemur fram í viðtali við Branson, sem birtist í Daily Mail 26. mars síðastliðinn:„The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Eða, eiginkona forsætisráðherra Íslands hringdi í mig daginn eftir slysið og sagðist vilja skrá sig í ferð út í geim, að sögn Bransons, auk þess sem fram kemur að Anna Sigurlaug sé ein auðugasta kona Íslands. Ekki kemur fram hvort Sigmundur Davíð ætlar sér með út í geim, ef fram fer sem horfir gæti hann haft úr rýmri tíma að spila eftir að annasamri forsætisráðherratíð hans lýkur. Daily Mail, er einn víðlesnasti fjölmiðill veraldar en nú beinast augu augu alheims að Íslandi og forsætisráðherrahjónunum. Hér má til dæmis sjá umfjöllun Daily Mail um vendingar í tengslum við Sigmund Davíð sem finna má á forsíðu vefmiðilsins.Létt geggjað fólk sem vill út í geimNokkuð hefur verið fjallað um geimskutlu Bransons, en hann hefur lengi haft það í bígerð að ferðast með völdum hópi auðkýfinga út í geim. Meðal þeirra sem ætlar sér með er Gísli Gíslason lögfræðingur, sem hefur verið í undirbúningi og setið námskeið vegna fyrirhugaðrar ferðar. Gísli segir að bakslag hafi komið í allar áætlanir þegar prufuflaug sprakk í október árið 2014. Hann segir að flogið sé með geimskutluna í sextíu þúsund feta hæð þar sem henni er sleppt. Flaugin fer hundrað kílómetra á 70 sekúndum sem er eins og að fara fram og til baka til Keflavíkur á innan við mínútu. Nú er nýja geimskutlan tilbúin, 18. febrúar og Gísla hefur boðist að fara í Mohave eyðimörkina í Nýju Mexíkó til að skoða hana. „Þar er Space Port One. Þetta er eins og úr framtíðarmynd, geðveikislega flott. Þetta er eins og í ævintýri. Og nú á að fara að prufa fljótlega. Ef vel til tekst ætlar Branson að fara í fyrstu ferðina, sem gæti orðið seinna á þessu ári.“Vissi ekki að Anna Sigurlaug væri í hópnum Gísli segir að í flauginni hverju sinni séu sex farþegar og tveir flugmenn. Miðaðverð er komið uppí 250 þúsund dollara. Miðinn kostaði 23 milljónir þegar Gísli skráði sig til leiks, en hann hefur farið í æfingabúðir vegna ferðarinnar.Sigmundur vekur forvitni heimsins, til dæmis þeirra á ritstjórn Daily Mail. Ekki er vitað hvort hann ætlar með út í geim, en athygli heimspressunnar er nú á honum.skjámynd„Margir spurðu mig, í kjölfar sprengingarinnar, hvort ég ætlaði. Þá lét ég Fjölni tattúmeistara tattúvera á mig Virgin-merkið. Richard var svo ánægður með þetta að hann birti mynd af því á bloggi sínu sem milljónir lesa,“ segir Gísli sem skráður er í símaskrá sem geimfari og stefnir að því að vera fyrstur með íslenska fánann út í geim. Gísli vissi ekki að Anna Sigurlaug væri meðal fyrirhugaðra farþega en segir virkilega gaman ef hún ætlar að slást í hópinn. „Ég er númer 258, það fara sex í hverja ferð þannig að það hafa þá verið farnar margar ferðir þegar ég kemst að,“ segir Gísli og dregur ekki fjöður yfir það að það séu léttgeggjaðir ævintýramenn sem stefni útí geim.Þekktir leikarar auk Önnu Sigurlaugu á farþegalistaRichard Branson er einn skrautlegasti milljónamæringur heims, hann er forstjóri Virgin Galactic geimflugfélagsins sem hefur nú um langt skeið undirbúið geimferðir. Upphaflega stóð til að fara þegar árið 2007, en eitt og annað hefur orðið til að fresta geimferðum Galactic. Einkum setti áðurnefnd sprenging í æfingaflugi árið 2014 strik í reikninginn. Virgin ætlar að senda geimflaugar sínar út frá bækistöðvum sem fyrirtækið hefur komið upp í Nýju Mexíkó en einnig hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við yfirvöld í Abú Dhabí þar sem til stendur að setja upp sérstakan geimflugvöll. Þekktustu nöfnin sem eru á farþegalista eru leikararnir Ashton Kutcher en orðrómur hefur verið uppi þess efnis að Angelina Jolie, Tom Hanks, Brad Pitt og Kate Perry hafi einnig skráð sig til geimferða á vegum Virgin.
Panama-skjölin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira