Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Stjórnarandstaðan fylgdist í forundran með atburðarás gærdagsins og vissi á köflum ekki hvaðan á sig stóð veðrið. vísir/Stefán „Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
„Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira