Boðað hafði verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið klukkan fimm í dag. Þar stöfnuðust um þúsund manns saman sem eftir um klukkutíma mótmæli lögðu skyndilega af stað í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu.
Þar var mótmælt í stutta stund áður en hópurinn lagði leið sína upp á Laugaveg þar sem gengið var á móti umferð í átt að Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðismanna.
Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglan mætt til Valhallar áður en fyrstu mótmælendurnir náðu þangað. Nú er þar hópur fólks sem lemur á trumbur og styðst við alls kyns búsáhöld til þess að láta í sér heyra.
Sumir mótmælendur tístu á leið sinni til Valhallar;
Allir eru að fara upp í Valhöll pic.twitter.com/HKWmLcPHzA
— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 5, 2016
Mörg hundruð manns á leið upp í Valhöll #cashljós pic.twitter.com/QktrBhf1np
— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 5, 2016
VALHÖLL pic.twitter.com/nNxq0FtzW9
— Hermigervill (@hermigervill) April 5, 2016