Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Fyrir alþingiskosningarnar 2013 skrifaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara. Í bréfinu lofaði Bjarni að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga. Þetta var stórt loforð og hefði skipt miklu máli, ef það hefði verið efnt. Bjarni varð fjármálaráðherra og hefur því verið í góðri stöðu til þess að efna loforðið en það hefur ekki verið gert enn. Lagðar hafa verið fram nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum. Eru tekjutengingar afnumdar þar? Nei. Þvert á móti eru skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR auknar vegna atvinnutekna. En hvað með skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði? Það er sáralítið dregið úr þeim. Til dæmis mun einhleypur eldri borgari, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en það er sama skerðing og er í dag. Ávinningur er enginn. Sá, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, mun fá 135 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt (einhleypur) en í dag er skerðing hjá honum 140 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ávinningur er 5 þúsund á mánuði.Skref stigið til baka Hjá kvæntum eldri borgara lítur dæmið svona út: Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð með 200 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 86 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt í dag en í nýja kerfinu verður skerðingin 90 þúsund á mánuði eftir skatt. Staðan versnar m.ö.o. um 4 þúsund á mánuði. Og hjá þeim, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, er 124 þúsund króna skerðing hjá TR á mánuði eftir skatt en í nýja kerfinu verður skerðingin 135 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Skerðingin eykst m.ö.o. um 11 þúsund á mánuði. Við þessar upplýsingar er því að bæta að samkvæmt nýju tillögunum hefst skerðing grunnlífeyris á ný. En hún var afnumin vorið 2013 eftir harða baráttu Félags eldri borgara í Rvk og LEB. Þarna verður stigið skref til baka. Dregið verður hins vegar úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Skerðingin er óhemju mikil í dag, þar eð frítekjumark vegna fjármagnstekna er aðeins rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. En nú verður skerðing 45%. Skerðing minnkar því nema á allra lægstu fjármagnstekjum. Hins vegar munu fjármagnstekjur áfram vega 100% en ekki 50% eins og núverandi stjórn lofaði í stjórnarsáttmálanum. Um áramótin 2008/2009 var ákveðið að fjármagnstekjur mundu vega 100% í stað 50% áður. Þetta lofaði núverandi stjórn að leiðrétta. Hún stendur ekki við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningarnar 2013 skrifaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara. Í bréfinu lofaði Bjarni að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga. Þetta var stórt loforð og hefði skipt miklu máli, ef það hefði verið efnt. Bjarni varð fjármálaráðherra og hefur því verið í góðri stöðu til þess að efna loforðið en það hefur ekki verið gert enn. Lagðar hafa verið fram nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum. Eru tekjutengingar afnumdar þar? Nei. Þvert á móti eru skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR auknar vegna atvinnutekna. En hvað með skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði? Það er sáralítið dregið úr þeim. Til dæmis mun einhleypur eldri borgari, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en það er sama skerðing og er í dag. Ávinningur er enginn. Sá, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, mun fá 135 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt (einhleypur) en í dag er skerðing hjá honum 140 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ávinningur er 5 þúsund á mánuði.Skref stigið til baka Hjá kvæntum eldri borgara lítur dæmið svona út: Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð með 200 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 86 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt í dag en í nýja kerfinu verður skerðingin 90 þúsund á mánuði eftir skatt. Staðan versnar m.ö.o. um 4 þúsund á mánuði. Og hjá þeim, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, er 124 þúsund króna skerðing hjá TR á mánuði eftir skatt en í nýja kerfinu verður skerðingin 135 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Skerðingin eykst m.ö.o. um 11 þúsund á mánuði. Við þessar upplýsingar er því að bæta að samkvæmt nýju tillögunum hefst skerðing grunnlífeyris á ný. En hún var afnumin vorið 2013 eftir harða baráttu Félags eldri borgara í Rvk og LEB. Þarna verður stigið skref til baka. Dregið verður hins vegar úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Skerðingin er óhemju mikil í dag, þar eð frítekjumark vegna fjármagnstekna er aðeins rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. En nú verður skerðing 45%. Skerðing minnkar því nema á allra lægstu fjármagnstekjum. Hins vegar munu fjármagnstekjur áfram vega 100% en ekki 50% eins og núverandi stjórn lofaði í stjórnarsáttmálanum. Um áramótin 2008/2009 var ákveðið að fjármagnstekjur mundu vega 100% í stað 50% áður. Þetta lofaði núverandi stjórn að leiðrétta. Hún stendur ekki við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun