Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Fyrir alþingiskosningarnar 2013 skrifaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara. Í bréfinu lofaði Bjarni að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga. Þetta var stórt loforð og hefði skipt miklu máli, ef það hefði verið efnt. Bjarni varð fjármálaráðherra og hefur því verið í góðri stöðu til þess að efna loforðið en það hefur ekki verið gert enn. Lagðar hafa verið fram nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum. Eru tekjutengingar afnumdar þar? Nei. Þvert á móti eru skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR auknar vegna atvinnutekna. En hvað með skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði? Það er sáralítið dregið úr þeim. Til dæmis mun einhleypur eldri borgari, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en það er sama skerðing og er í dag. Ávinningur er enginn. Sá, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, mun fá 135 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt (einhleypur) en í dag er skerðing hjá honum 140 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ávinningur er 5 þúsund á mánuði.Skref stigið til baka Hjá kvæntum eldri borgara lítur dæmið svona út: Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð með 200 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 86 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt í dag en í nýja kerfinu verður skerðingin 90 þúsund á mánuði eftir skatt. Staðan versnar m.ö.o. um 4 þúsund á mánuði. Og hjá þeim, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, er 124 þúsund króna skerðing hjá TR á mánuði eftir skatt en í nýja kerfinu verður skerðingin 135 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Skerðingin eykst m.ö.o. um 11 þúsund á mánuði. Við þessar upplýsingar er því að bæta að samkvæmt nýju tillögunum hefst skerðing grunnlífeyris á ný. En hún var afnumin vorið 2013 eftir harða baráttu Félags eldri borgara í Rvk og LEB. Þarna verður stigið skref til baka. Dregið verður hins vegar úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Skerðingin er óhemju mikil í dag, þar eð frítekjumark vegna fjármagnstekna er aðeins rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. En nú verður skerðing 45%. Skerðing minnkar því nema á allra lægstu fjármagnstekjum. Hins vegar munu fjármagnstekjur áfram vega 100% en ekki 50% eins og núverandi stjórn lofaði í stjórnarsáttmálanum. Um áramótin 2008/2009 var ákveðið að fjármagnstekjur mundu vega 100% í stað 50% áður. Þetta lofaði núverandi stjórn að leiðrétta. Hún stendur ekki við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningarnar 2013 skrifaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara. Í bréfinu lofaði Bjarni að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga. Þetta var stórt loforð og hefði skipt miklu máli, ef það hefði verið efnt. Bjarni varð fjármálaráðherra og hefur því verið í góðri stöðu til þess að efna loforðið en það hefur ekki verið gert enn. Lagðar hafa verið fram nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum. Eru tekjutengingar afnumdar þar? Nei. Þvert á móti eru skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR auknar vegna atvinnutekna. En hvað með skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði? Það er sáralítið dregið úr þeim. Til dæmis mun einhleypur eldri borgari, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en það er sama skerðing og er í dag. Ávinningur er enginn. Sá, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, mun fá 135 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt (einhleypur) en í dag er skerðing hjá honum 140 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ávinningur er 5 þúsund á mánuði.Skref stigið til baka Hjá kvæntum eldri borgara lítur dæmið svona út: Eldri borgari í hjónabandi eða sambúð með 200 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði sætir 86 þúsund króna skerðingu á mánuði eftir skatt í dag en í nýja kerfinu verður skerðingin 90 þúsund á mánuði eftir skatt. Staðan versnar m.ö.o. um 4 þúsund á mánuði. Og hjá þeim, sem hefur 300 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, er 124 þúsund króna skerðing hjá TR á mánuði eftir skatt en í nýja kerfinu verður skerðingin 135 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Skerðingin eykst m.ö.o. um 11 þúsund á mánuði. Við þessar upplýsingar er því að bæta að samkvæmt nýju tillögunum hefst skerðing grunnlífeyris á ný. En hún var afnumin vorið 2013 eftir harða baráttu Félags eldri borgara í Rvk og LEB. Þarna verður stigið skref til baka. Dregið verður hins vegar úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Skerðingin er óhemju mikil í dag, þar eð frítekjumark vegna fjármagnstekna er aðeins rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. En nú verður skerðing 45%. Skerðing minnkar því nema á allra lægstu fjármagnstekjum. Hins vegar munu fjármagnstekjur áfram vega 100% en ekki 50% eins og núverandi stjórn lofaði í stjórnarsáttmálanum. Um áramótin 2008/2009 var ákveðið að fjármagnstekjur mundu vega 100% í stað 50% áður. Þetta lofaði núverandi stjórn að leiðrétta. Hún stendur ekki við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar