Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 11:31 Sigmundur Davíð yfirgefur Alþingishúsið í gær. Vísir/Friðrik Þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira