Fjöldinn skiptir ekki öllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. apríl 2016 11:27 Fjöldi var á Austurvelli í gær. vísir/ernir „Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01
Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00