Fjöldinn skiptir ekki öllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. apríl 2016 11:27 Fjöldi var á Austurvelli í gær. vísir/ernir „Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01
Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00