Erlendir fjölmiðlamenn: Töldu að búið væri að hreinsa betur til Birta Björnsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:00 Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK. Panama-skjölin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK.
Panama-skjölin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira