Vísir verður með beina útsendingu frá mótmælunum þar sem fylgst verður með dagskránni auk þess sem Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fréttamaður Vísis, tekur viðstadda tali á milli dagskrárliða.
Lögregla hefur kallað eftir friðsælum mótmælum en vel viðrar á miðbæjargesti í glampandi sól. Margir hafa nýtt sér útisvæði kaffihúsanna í miðbænum í dag.
Sjá einnig:Instagram á Austurvelli: „Ljúgmundur þú ert rekinn“
Um þrjátíu lögreglumenn voru mættir á vettvang um fjögurleytið en þegar hefur verið girt fyrir aðgang að Alþingishúsinu.
Sjá einnig:Sagði forsætisráðherra með Jesú-komplex
Uppfært: Beinni útsendingu á Vísi er lokið en sjá má hana í heild sinni hér fyrir neðan.