Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. apríl 2016 13:13 Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Gunnarsson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48