"Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg“ ingvar haraldsson skrifar 4. apríl 2016 11:41 „Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“ Panama-skjölin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“
Panama-skjölin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira