Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 22:44 Ljósmynd sem blaðamenn Aftenposten tóku af Sigmundi Davíð forsætisráðherra og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur við heimili þeirra í Garðabæ. Skjáskot af vef Aftenposten. Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04