Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. apríl 2016 18:31 BBC fjallaði um Panama-gögnin og félag Sigmundar um leið og gögnin voru birt á netinu. Vísir Íslenskir stjórnmálamenn eru í aðalhlutverki í fjölmiðlum um allan heim eftir að Panama-gögnin svokölluðu voru birt á netinu. Þau afhjúpa tengsl fjölmargra stjórnmálamanna við skattaskjól erlendis. Breski ríkismiðillinn BBC segir frá því að kallað sé eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hann átti 50 prósenta hlut í félaginu Wintris en seldi hlut sinn konu sinni átta mánuðum eftir að hann settist á þing. BBC fjallar ítarlegar um málið hér.DR1 birti hluta úr viðtali sem tekið var við Sigmund þar sem hann var spurður út í félagið Wintris.Þá fjallaði DR1 um viðtalið við Sigmund Davíð um sexleytið þar sem hann var spurður út í félagið Wintris. Sigmundi bregður auðsjáanlega við spurninguna og hann verður taugatrekktur. Hann gengur að lokum út úr viðtalinu eftir að neita að svara spurningum um félagið og aðkomu sína að því.Sjá: Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í WintrisGuardian fjallar sérstaklega um viðtalið og útgöngu Sigmundar. Þar er birt klippa úr viðtalinu þar sem Sigmundur lætur eins og hann þekki ekkert til Wintris. „Ég veit ekki hvernig þessir hlutir virka,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður út í félagið Wintris.Aftenposten birti mynd af Sigmundi Davíð og Önnu Stellu þar sem þau sitja í Toyota bifreið sinni með afdráttarlausri fyrirsögn.Vísir/SkjáskotAftenposten birti meðfylgjandi mynd á vefsíðu sinni rétt í þessu með fyrirsögninni: „Forsætisráðherra Íslands með félag í skattaparadís“.Indian Express fjölmiðill á Indlandi fjallar ítarlega um Sigmund Davíð og fullyrðingar hans um að hart yrði tekið á skattsvikurum í kjölfar hrunsins en á sama tíma hafi hann falið fé sitt í skattaskjóli. Sænski miðillinn YLE segir frá málinu, allt frá viðtalinu við Sigmund að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur um afsögn ríkisstjórnarinnar. Þá er Sigmundur Davíð efni fréttar á vefnum Sunday Express sem er fréttamiðill í Trinidad í Suður-Ameríku: „Forsætisráðherra Íslands forðast að svara fyrirspurnum en svarið nær til hans að lokum. Hann komst til valda eftir fjárhagslegt hrun þjóðarinnar á meðan hann faldi milljónirnar sínar frá íslenskum bönkum á aflandseyjum.“Sunday Express í Bretlandi smellir í fyrirsögn sem hefst á orðinu: „Busted“ eða „Gripinn“. Þar er sagt frá því að Sigmundur sé á barmi þess að segja af sér og að hann verði krafinn um þingrof og kosningar. Afhjúpunin sem felst í skjölunum er sögð sjokkerandi.Franski miðillinn Le Monde nefnir sérstaklega smæð Íslands í frétt sinni um málið en 600 af 329 þúsund Íslendingum eru nefndir á nafn í Panama-skjölunum. Um hundrað fjölmiðlar fjalla um málið í dag. Þetta er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma. Fjölmargir hafa tíst um Panama-gögnin síðan þau voru birt á netinu fyrir stuttu.#panamapapers Tweets Ljóst er að málið kemur til með að hafa víðtæk áhrif á ímynd Íslands í alþjóðasamfélagi en Kristinn Hrafnsson, sem kunnur er lekamálum, setti færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann gerir ekki lítið úr áhrifunum sem lekinn kemur til með að hafa fyrir Ísland. „Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig grundvallarspurninga um hvernig samfélag menn vilja hafa á Íslandi. Í leiðinni má svara því hvort menn vilja vera aðhlátursefni á alþjóðavettvangi fyrir að vera vanþróað skrælingjaafbrigði af lýðræðissamfélagi,“ skrifaði Kristinn.Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig...Posted by Kristinn Hrafnsson on Sunday, April 3, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru í aðalhlutverki í fjölmiðlum um allan heim eftir að Panama-gögnin svokölluðu voru birt á netinu. Þau afhjúpa tengsl fjölmargra stjórnmálamanna við skattaskjól erlendis. Breski ríkismiðillinn BBC segir frá því að kallað sé eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hann átti 50 prósenta hlut í félaginu Wintris en seldi hlut sinn konu sinni átta mánuðum eftir að hann settist á þing. BBC fjallar ítarlegar um málið hér.DR1 birti hluta úr viðtali sem tekið var við Sigmund þar sem hann var spurður út í félagið Wintris.Þá fjallaði DR1 um viðtalið við Sigmund Davíð um sexleytið þar sem hann var spurður út í félagið Wintris. Sigmundi bregður auðsjáanlega við spurninguna og hann verður taugatrekktur. Hann gengur að lokum út úr viðtalinu eftir að neita að svara spurningum um félagið og aðkomu sína að því.Sjá: Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í WintrisGuardian fjallar sérstaklega um viðtalið og útgöngu Sigmundar. Þar er birt klippa úr viðtalinu þar sem Sigmundur lætur eins og hann þekki ekkert til Wintris. „Ég veit ekki hvernig þessir hlutir virka,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður út í félagið Wintris.Aftenposten birti mynd af Sigmundi Davíð og Önnu Stellu þar sem þau sitja í Toyota bifreið sinni með afdráttarlausri fyrirsögn.Vísir/SkjáskotAftenposten birti meðfylgjandi mynd á vefsíðu sinni rétt í þessu með fyrirsögninni: „Forsætisráðherra Íslands með félag í skattaparadís“.Indian Express fjölmiðill á Indlandi fjallar ítarlega um Sigmund Davíð og fullyrðingar hans um að hart yrði tekið á skattsvikurum í kjölfar hrunsins en á sama tíma hafi hann falið fé sitt í skattaskjóli. Sænski miðillinn YLE segir frá málinu, allt frá viðtalinu við Sigmund að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur um afsögn ríkisstjórnarinnar. Þá er Sigmundur Davíð efni fréttar á vefnum Sunday Express sem er fréttamiðill í Trinidad í Suður-Ameríku: „Forsætisráðherra Íslands forðast að svara fyrirspurnum en svarið nær til hans að lokum. Hann komst til valda eftir fjárhagslegt hrun þjóðarinnar á meðan hann faldi milljónirnar sínar frá íslenskum bönkum á aflandseyjum.“Sunday Express í Bretlandi smellir í fyrirsögn sem hefst á orðinu: „Busted“ eða „Gripinn“. Þar er sagt frá því að Sigmundur sé á barmi þess að segja af sér og að hann verði krafinn um þingrof og kosningar. Afhjúpunin sem felst í skjölunum er sögð sjokkerandi.Franski miðillinn Le Monde nefnir sérstaklega smæð Íslands í frétt sinni um málið en 600 af 329 þúsund Íslendingum eru nefndir á nafn í Panama-skjölunum. Um hundrað fjölmiðlar fjalla um málið í dag. Þetta er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma. Fjölmargir hafa tíst um Panama-gögnin síðan þau voru birt á netinu fyrir stuttu.#panamapapers Tweets Ljóst er að málið kemur til með að hafa víðtæk áhrif á ímynd Íslands í alþjóðasamfélagi en Kristinn Hrafnsson, sem kunnur er lekamálum, setti færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann gerir ekki lítið úr áhrifunum sem lekinn kemur til með að hafa fyrir Ísland. „Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig grundvallarspurninga um hvernig samfélag menn vilja hafa á Íslandi. Í leiðinni má svara því hvort menn vilja vera aðhlátursefni á alþjóðavettvangi fyrir að vera vanþróað skrælingjaafbrigði af lýðræðissamfélagi,“ skrifaði Kristinn.Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig...Posted by Kristinn Hrafnsson on Sunday, April 3, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30