Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 14:16 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, talaði um mótmælin undanfarið í yfirlýsingu VÍSIR Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent