Íslendingur sagður í starfsmannaskjölum ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 23:28 Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Vísir/AFP Skjöl sem sögð eru koma frá Íslamska ríkinu segja til um að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin. Samkvæmt skjölunum gekk maðurinn til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að slíkum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla en um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund erlenda vígamenn samtakanna sem sagðir eru koma frá 71 landi. Í umfjöllun NBC segir að flestir erlendir vígamenn samtakanna á áðurnefndu tímabili hafi komið frá Sádi-Arabíu, Túnis og Marokkó. Fæstir hafi hins vegar komið frá Íslandi, alls einn. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.Ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er bendlaður við samtökinThe New York Review of Books birti grein fyrir tveimur árum þar sem haft var eftir fyrrverandi vígamanni samtakanna að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið í raðir ISIS og framleitt fyrir þá áróðursmyndbönd. Greinin var eftir blaðamanninn Rachel Birke sem ræddi við vígamanninn fyrrverandi. Ættingi mannsins sagði hins vegar í samtali við Vísi að hann hefði verið í Sýrlandi árið 2013. Þar hefði hann fylgt læknum eftir í tíu daga. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Ættingi mannsins segir að tvennt hefði verið í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Ekki er þó víst að um sama manninn sé að ræða. Í september 2014 sendi Vísir fyrirspurn til Embættis ríkislögreglustjóra um möguleika á því að Íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það, en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin. Nútíminn birti myndband í desember 2014. Þar má sjá áróðursmyndband ISIS sem Íslendingurinn er sagður hafa framleitt. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Myndbandið byrjar eftir rétt rúma mínútu. Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Skjöl sem sögð eru koma frá Íslamska ríkinu segja til um að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin. Samkvæmt skjölunum gekk maðurinn til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að slíkum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla en um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund erlenda vígamenn samtakanna sem sagðir eru koma frá 71 landi. Í umfjöllun NBC segir að flestir erlendir vígamenn samtakanna á áðurnefndu tímabili hafi komið frá Sádi-Arabíu, Túnis og Marokkó. Fæstir hafi hins vegar komið frá Íslandi, alls einn. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.Ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er bendlaður við samtökinThe New York Review of Books birti grein fyrir tveimur árum þar sem haft var eftir fyrrverandi vígamanni samtakanna að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið í raðir ISIS og framleitt fyrir þá áróðursmyndbönd. Greinin var eftir blaðamanninn Rachel Birke sem ræddi við vígamanninn fyrrverandi. Ættingi mannsins sagði hins vegar í samtali við Vísi að hann hefði verið í Sýrlandi árið 2013. Þar hefði hann fylgt læknum eftir í tíu daga. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Ættingi mannsins segir að tvennt hefði verið í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Ekki er þó víst að um sama manninn sé að ræða. Í september 2014 sendi Vísir fyrirspurn til Embættis ríkislögreglustjóra um möguleika á því að Íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það, en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin. Nútíminn birti myndband í desember 2014. Þar má sjá áróðursmyndband ISIS sem Íslendingurinn er sagður hafa framleitt. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Myndbandið byrjar eftir rétt rúma mínútu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira