Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar Grímsson, Paul Biya, Angel Merkel, Robert Mugabe og Heinz Fischer. Mynd/Anton/Getty Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15