Birgitta birtir upplýsingar úr skattframtali Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 13:14 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799 Panama-skjölin Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799
Panama-skjölin Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira