Liverpool og Dortmund áttust við í ótrúlegum leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í gær eins og fjallað hefur verið ítrekað um.
Fyrir leik sameinuðust stuðningsmenn liðanna í söng en You'll Never Walk Alone er einkennislag stuðningsmannasveita beggja liða.
Sjá einnig: Mögnuð stund í Dortmund
Flutningurinn á Signal Iduna Park fyrir viku síðan var magnaður en hann var ekki síðri á Anfield í gær, þar sem allir áhorfendum á vellinum tóku hástöfum undir.
Sjón er sögu ríkari en myndband af þessum magnaða söngi má finna á heimasíðu Liverpool.

